Færsluflokkur: Bloggar

Hverjum er ekki sama

Hverjum er svo sem ekki sama , farið hefur fé betra. Það eru yfirleitt heibrækur sem flýja vettvang. Þessir menn hafa ekki sýnt af sér þann þokka að biðjast afsökunar, og ég tel að við séum betur stödd án þeirra. Það er engin ómissandi ef út í það er farið.


mbl.is Flestir lykilmennirnir farnir frá Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert hefur breyst

Gamall skólabróðir minn sendi eftir farandi ummæli sem voru skrifuð 1913  og sýnir að lítið hefur breyst í tímans rás.

Alveg mögnuð tilvitnun skrifuð árið 1913 í Skinfaxa af Jónasi Jónssyni frá Hriflu ,,Við megum ekki gleyma því að í landinu hefur myndast hópur fjárglæframanna sem aðallega gera sér að atvinnu að stofna til félaga, sprengja þau og hirða molana. Þeir menn eru lausir við flestar siðlegar hömlur. Fjárgræðgin knýr þá áfram; þess vegna beita þeir kænsku sinni til að svíkja lögum samkvæmt." Ekki hafa hlutirnir mikið breyst.enn eru lausir við flestar siðlegar hömlur. Fjárgræðgin knýr þá áfram; þess vegna beita þeir kænsku sinni til að svíkja lögum samkvæmt." Ekki hafa hlutirnir mikið breyst.

Þetta gæti hafa verið skrifað fyrir rúmu ári eða í dag , og Jónas frá Hriflu var sagður geðveikur skildi það hafa verið vegna þess að hann sagði sannleikann og gekk ekki í takt við hrokagikkina og auðvaldið ?

Ömurlegt!

Það er ömurleg niðurstaða stjórnar Árvakurs ,að hafa ekki betra hugmyndaflug en það að draga afdankaðan pólitíkus og einn af höfundum hrunsins Davíð Oddsson að ritstjórnarvellinum, Með því er verið að breyta því ágæta blaði sem Mogginn var orðin í málgagn Sjálfstæðisflokksins .Þetta er brotthvarf til fortíðar, eða á að reyna að reisa gamla kolkrabbann á fætur? Davíð Oddsson maðurinn sem sakaði flesta fjölmiðla landsins um óhlutdrægni vegna eiganda þeirra , það kann að vera rétt, en að sitja svo sjálfur í þeirri stöðu að ætla að stýra blaði auðvalds herrana og ekki verði sama hvað skoðanir starfsmenn blaðsins hafa , er ömurleg og dapurleg. Davíð ætlaði að keyra fjölmiðlafrumvarpið áfram í þinginu á sýnum tíma af hroka , án lýðræðislegrar umræðu , þeirri orrustu tapaði hann og kenndi vinstri mönnum um að hafa komið í  veg fyrir að fjölmiðlafrumvarp hafi orðið að veruleika  þvaður! Frjáls óháður fjölmiðill getur Mogginn aldrei orðið með Davíð í ritstjórasætinu hann verður . málgagn gamla auðvaldsins og Sjálfstæðisflokksins . Nýtt Ísland , þetta er innlegg eiganda Moggans eins og köld gusa framan í almenning í landinu. Auðvalds sem ætlar að kaupa sér skoðanir ömurlegt. Það er þó trú mín að þetta mistakist það sýna allar þær uppsagnir af áskrift sem blaðinu barst í dag við þessar fréttir. Maður spyr sjálfan sig var þriggja miljarða niðurfelling skulda og endurreisn Morgunblaðsins þess virði? Verður það kannski eitthvað álíka sem við munum sjá varðandi önnur illastödd fyrirtæki landsins?


mbl.is Davíð og Haraldur ritstjórar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spillinga Pakk

Maður er að verða ónæmur yfir svona fréttum,hvernig fólk hefur hagað sér. Það er einfaldlega engin svo vitlaus( nema helst bankastjórinn) að trúa því að einhverjir fáist til að gleypa það, að þarna hafi eiginkonan verið selja í góðri trú ,og að eiginmaðurinn hafi ekki lumað á upplýsingum um raunverulegt verðgildi þessara bréfa. Seldi og skellti skuldinni yfir á grunlausan sakleisigjan . Það er als ekki svo að ég vorkenni honum neitt, heldur er ég hneykslaður á þessu spillingarpakki sem svífst einskins í viðskiptum Pakk!


mbl.is Eiginkona sparisjóðsstjóra seldi stofnfjárbréfin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þekktur strigakjaftur

Ég er að verða svolítið saddur á þessum eylífu neikvæðu fréttum alla daga, og að fjölmiðlar velti sér uppúr óhamingju náungans. Það er ekkert birt nema að dass af eymd og volæði fylgi fréttinni. Til dæmis í dag var aðal fréttin að Hannes Hólmsteinn  hefði mætt á Austurvöll og orðið fyrir aðkasti, við að mótmæla því að almenningur þyrfti að borga reikninga bestu vina hans. Þetta er engin frétt því allir vita að heimskur maður byggir hús á sandi og dæmi hver fyrir sig. En allir skemmtu sér yfir uppákomunni, nema ég . Ég einfaldlega vorkenni kallgreyinu þessi fallni strigakjaftur sem engin nennir lengur að hlusta á, Hann var sem sagt mættur til að mótmæla óráðsíumönnum á borð við Kjartani Gunnarsoni vini sínum, og þrátt fyrir það að hann búi í húsinu hans. Það verður aldrei sagt um Hannes að hann ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur,  Hver hefði til dæmis verið svo hugaður að mæta og mótmæla vinum sínum og brotlendingu stefnu þeirra og því sem hann sjálfur boðaði og talaði fyrir, Engin nema aumingja Hannes ,svo skemmtum við okkur yfir óhamingju hans svei á okkur . Sendum kallinum Dass af kjarleik  


Óreiðumenn

Það skildi þó aldrei vera að óreiðumennirnir sem Davíð talaði um í margfrægu kastljósviðtali, ættu nú að fara að taka ábyrgð á gjörðum sínum og þurfa jafnvel að greiða þjóðinni til baka úr eigin vasa aumingarnir. En hverjir eru svo óreiðumennirnir, jú til dæmis Kjartan Gunnarsson flokkseigandi Sjálfstæðisflokksins og formaður bankaráðs Landbankans ásamt öllu bankaráðinu og bankastjórum þess banka, því það eru skuldir þeirra og það sem þau báru ábyrgð á sem öll þjóðin er nú að fara að greiða. Var það virkilega svo að þetta fólk ýmindaði sér að það að seta í stjórnum væri eithvað grín, eða hvað ? Að þau væru bara stikkfrí og laus allra mála. Ég ætla ég að vona að stjórnvöld þessa lands láti ekki deigan síga og dragi þá til ábyrgðar sem raunveru lega bera ábyrgð og fari í skaðabóta mál til handa almenningi, því eitt veit ég ég ber enga ábyrgð á því hvernig komið er fyrir landinu ,ég hvorki kaus þetta lið sem stjórnaði hér öllu til ands... eða studdi það á nokkurn hátt.

En samt á ég að fara borga fyrir það skuldir þess . Nei Takk.


Gosi í viðtali

Gosi mætti í viðtal og þjóðin horfði á nefið á honum lengjast í beinni þegar hann laug.
mbl.is Annarra að biðjast afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gosi í Kastljósi

Það er ótrúleg upplifun að sitja fyrir framan Sjónvarpið og horfa á sjálfan Gosa, mættan í viðtal hjá Simma og réttlæta gjörðir sínar og sinna, og horfa bókstaflega á nefið á kvikindinu lengjast þegar hann laug, ótrúlegt! Hann sagðist ekki þurfa að i biðja þjóðina afsökunar á neinu. Nei Takk Gosi minn ekkert svona . Hann sagðist ekki vera auðmaður heldur , þarna reyndi hann að skapa sér meðaumkun auminginn, munaðarlaus timburkall . Og svo er þetta sýnt á besta útsendingar tíma sjónvarpsins. Það þýðir ekkert að kvarta í Palla TV stjóra fyrr heldur en hann hefur verið settur á yfirlýst ríkisstarfsmanna laun og ekur um á gömlum kreppu Renó ,að hann skilji reiði heillar þjóðar yfir því að hleypa svona mönnum í sjónvarp til að réttlæta spillingu sína. Reynið að skammast ykkar.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband