Óreiðumenn

Það skildi þó aldrei vera að óreiðumennirnir sem Davíð talaði um í margfrægu kastljósviðtali, ættu nú að fara að taka ábyrgð á gjörðum sínum og þurfa jafnvel að greiða þjóðinni til baka úr eigin vasa aumingarnir. En hverjir eru svo óreiðumennirnir, jú til dæmis Kjartan Gunnarsson flokkseigandi Sjálfstæðisflokksins og formaður bankaráðs Landbankans ásamt öllu bankaráðinu og bankastjórum þess banka, því það eru skuldir þeirra og það sem þau báru ábyrgð á sem öll þjóðin er nú að fara að greiða. Var það virkilega svo að þetta fólk ýmindaði sér að það að seta í stjórnum væri eithvað grín, eða hvað ? Að þau væru bara stikkfrí og laus allra mála. Ég ætla ég að vona að stjórnvöld þessa lands láti ekki deigan síga og dragi þá til ábyrgðar sem raunveru lega bera ábyrgð og fari í skaðabóta mál til handa almenningi, því eitt veit ég ég ber enga ábyrgð á því hvernig komið er fyrir landinu ,ég hvorki kaus þetta lið sem stjórnaði hér öllu til ands... eða studdi það á nokkurn hátt.

En samt á ég að fara borga fyrir það skuldir þess . Nei Takk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sæll frændi, ég rak augun í milli.blog.is, svo að sjálfsögðu klikkaði ég á það og þú birtist. Velkominn á bloggið frændi, og gangi þér vel.

Þú gætir nú sagt mér eitthvað af þér og þínum.
Kær kveðja

Milla frænka.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.8.2009 kl. 11:47

2 Smámynd: Emil Sigurðsson

Sæl og blessuð Frænka. Ég er tiltölulega nýfluttur til Reykjavíkur (jæja 2 ár) eftir 16 ára búsetu í Gundarfirði. Fann einhverja þrá til að skifta um vinnu .Ég hafði sest aftur á skóla bekk klárað að menta mig,  þá var ekkert annað að gera enn að færa sig til,enda börnin flest komin á mölina og enga aðra vinnu að hafa fyrir mig, það voru allir sáttir við að breita til. Konan er dagmamma og vinnur í hlutastarfi á Eir. Annars eru börnin orðin uppkomin og farin að heiman, en við eigum einn dekur kall eftir heima sem er tólf ára. Þetta er annars alt í tómri hamingju. Þú hefur nátturulega hrokkið við að sjá milli.blog þetta hefur filgt mér frá unglings árum mínum að vera kallaður milli skondið ekki satt?

Bestu kveðjur

Emil Sigurðsson, 25.8.2009 kl. 22:33

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jú ég hrökk í kút, en bara augnablik um leið og ég sá nafnið. Annars blessaður og sæll frændi og gaman að frétta af þér. Vissi af þér í Grundó svo veit maður aldrei hvað gerist í lífi fólks, hverjum hefði dottið í hug að ég ætti eftir að búa á Húsavík, en svona er lífið, sem betur fer eiginlega annars væri það bara doll, en annars er ég að elta barnabörnin sem ég á hér, en þau eru fjögur svo á ég 5 fyrir sunnan.

Dóra mín býr að Laugum það er framhaldsskóli hún vinnur í eldhúsinu þar og hennar stelpur eru í skólanum og klára stúdentinn í vor, taka á 3 árum.
Milla mín býr hér og á mann og tvo Ljósálfa.
Íris býr í Garðabæ og á tvö og Sigfús minn í Njarðvíkunum með Sollu sína og 3 börn og fjórða á leiðinni, hann er sem sagt fjölskyldustolt að koma með svona mörg börn.

Já er maður finnur að tími er kominn á breytingar þá á maður að hlusta á það
og til hamingju með að fara í skóla og klára þitt.
Veistu að ef maður ekki hlustar á sjálfan sin þá veikist maður og er engum til gagns.

Vonandi tölum við meira saman á blogginu, og kærar kveðjur til þín og þinna
Milli minn
Milla frænka

Það er gott að hafa einn svona til að dúllast með að börnin fari ekki öll í einu.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.8.2009 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband